Orri með stórleik í sigri

Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum.
Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Orri Freyr Þorkelsson átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans, Elverum, sigraði Nötteröy 42:31 í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Orri var markahæsti maður vallarins en hann skoraði 12 mörk. Yfirburðir Elverum voru gríðarlegir en staðan í hálfleik var 28:17.

Elverum eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki. Nötteröy eru í næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert