Selfoss tapaði 28:22 gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í seinni leik annarrar umferðar Evrópubikars karla í dag. Fyrri leiknum lauk með 31:31 jafntefli og eru Selfyssingar því úr leik.
Þeir Richard Sæþór Sigurðarson og Árni Steinn Steinþórsson voru markahæstir í liði Selfoss en þeir skoruðu fimm mörk hvor.
Hjá heimamönnum var Martin Hebar markahæstur með sjö mörk og næstur var Tilen Kosi með sex.