Þungur róður ÍBV í Grikklandi

Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö …
Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Stórleikur Hörpu Valeyjar Gylfadóttur dugði ekki til þegar ÍBV heimsótti PAOK í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik í Grikklandi í dag.

Leiknum lauk með fimm marka sigri PAOK, 29:24, en Harpa Valey skoraði sjö mörk í leiknum.

PAOK var sterkari aðilinn allan leikinn og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 15:11.

Elísa Elíasdóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍBV og þær Sunna Jónsdóttir, Karolina Olszowa og Marija Jovanovic þrjú mörk hver.

Síðari leikur liðanna fer fram í Grikklandi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert