Viðsnúningur á Ásvöllu

Sara Odden var markahæst í liði Hauka með sex mörk.
Sara Odden var markahæst í liði Hauka með sex mörk. mbl.is/Óttar Geirsson

Sara Odden átti góðan leik fyrir Hauka þegar liðið vann átta marka sigur gegn Aftureldingu í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, á Ásvöllum í Hafnarfirði í fjórðu umferð deildarinnar í dag.

Leiknum lauk með 29:21-sigri Hauka en Sara var markahæst í liði Hafnfirðinga og skoraði sex mörk.

Staðan í hálfleik var 15:12, Aftureldingu í vil, en Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoraði níu mörk gegn einu marki Aftureldingar.

Birta Lind Jóhannsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Hauka og þá átti Annike Friðheim stórleik í markinu og varði sextán skot.

Jónína Hlín Hansdóttir og Ólöf Marín Hlynsdóttir voru markahæstar í liði Aftureldingar með fjögur mörk hvor.

Haukar fara með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar í 5 stig og upp fyrir Fram en liðin eru jöfn að stigum. Afturelding er sem fyrr á botninum án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert