Handknattleikskonan Harpa Rut Jónsdóttir er komin með liði sínu Zug frá Sviss í þriðju umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik eftir tvo mjög örugga sigra um helgina.
Zug lék báða leiki sína við Füchse í Bruck í Austurríki og vann þann fyrri í gær, 37;26, og þann seinni í dag, 35:25. Samanlagt vann því svissneska liðið með 21 marki samanlagt.
Harpa skoraði eitt mark í leiknum í gær og tvö í leiknum í dag. Hún gæti mögulega spilað gegn ÍBV í þriðju umferðinni en Eyjakonur eru þessa stundina að spila seinni leik sinn við PAOK í Grikklandi og eru sex mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa tapað fyrri leiknum með fimm marka mun.