Haukar réttu sig af eftir ósigur gegn Stjörnunni í síðasta leik og unnu nokkuð öruggan útisigur á Gróttu, 32:25, í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á Seltjarnarnesi í kvöld.
Haukar lyftu sér þar með upp í fjórða sætið með sjö stig eftir fimm leiki en Grótta situr áfram í tíunda sæti af tólf liðum með eitt stig.
Haukar voru komnir í 5:1 eftir sjö mínútna leik og staðan var 10:5 um miðjan fyrri hálfleik. Gróttumenn minnkuðu muninn í tvö mörk og staðan í hálfleik var 16:14, Hafnfirðingum í hag.
Haukar juku forskotið í byrjun seinni hálfleik þegar þeir komust í 21:16. Grótta var enn inni í leiknum þegar átta mínútur voru eftir og staðan 25:22 en þá skoruðu Haukar næstu þrjú mörk og sigurinn var ekki í hættu á lokamínútum leiksins.
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 9/2, Birgir Steinn Jónsson 5, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Ívar Logi Styrmisson 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Igor Mrsulja 1, Lúðvík Thorberg 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 9.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8, Darri Aronsson 7, Heimir Óli Heimisson 5, Þráinn Orri Jónsson 3, Geir Guðmundsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Atli Már Báruson 2, Halldór Ingi Jónasson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 5/1, Stefán Huldar Stefánsson 3.