Góður sigur hjá Kolding

Ágúst Elí Björgvinsson.
Ágúst Elí Björgvinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolding vann mikilvægan sigur í efstu deild danska handboltans í kvöld þegar liðið fékk Ribe-Esbjerg í heimsókn. 

Kolding sigraði 35:28 og fór þar með upp úr fallsæti. Liðið er í 13. sæti af 15 liðum og er nú með 5 stig. Ribe-Esbjerg er í 11. sæti með 6 stig. 

Fjögur lið eru með 6 stig og Kolding getur klifrað hærra upp töfluna á næstunni með góðri spilamennsku. 

Ágúst Elí Björgvinsson kom lítið við sögu hjá Kolding að þessu sinni. Var tvívegis skipt inn á þar sem hann freistaði þess að verja víti en sat að öðru leyti á varamannabekknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert