Haukar fara til Rúmeníu

Heimir Óli Heimisson og félagar í Haukum mæta rúmensku liði.
Heimir Óli Heimisson og félagar í Haukum mæta rúmensku liði. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar drógust gegn rúmenskum andstæðingum í 3. umferð Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í Vínarborg rétt í þessu.

Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu og samkvæmt drættinum á fyrri leikurinn að fara fram í Rúmeníu laugardaginn 13. nóvember og sá seinni á Ásvöllum viku síðar.

Haukar fóru auðveldlega í gegnum aðra umferðina með tveimur sigrum gegn Strovolu á Kýpur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert