Einar Pétur Pétursson er genginn til liðs við HK í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni. Það er handbolti.is sem greinir frá þessu.
Einar Pétur lék með HK í 1. deildinni á láni frá Haukum á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 35 mörk í 18 leikjum.
Einari er ætlað að fylla skarð Símons Michaels Guðjónssonar sem verður frá keppni fram í febrúar hið minnsta eftir að hafa farið úr axlarlið í síðasta mánuði.
HK hefur ekki farið vel af stað í efstu deild á tímabilinu en liðið er án stiga í neðsta sæti deidlarinnar eftir fimm spilaða leiki.