Í úrvalsliðinu í fjórða sinn

Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að gera það gott í …
Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon er í úrvalsliði vikunnar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Ómar Ingi er í liðinu.

Hægri skyttan átti frábæran leik fyrir Magdeburg þegar liðið vann tveggja marka sigur gegn Kiel í 8. umferð deildarinnar um síðustu helgi en leiknum lauk með 29:27-sigri Magdeburg.

Ómar Ingi, sem var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað 49 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins.

Hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar en Magdeburg er í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, stigi meira en Füchse Berlín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert