Bakvörður dagsins horfði á útsendingu frá leik Kiel og Magdeburg í þýska handboltanum á sunnudaginn. Þar voru okkar fulltrúar, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, áberandi.
Lið þeirra Magdeburg hefur unnið fyrstu sjö leikina í deildinni og vann auk þess HM félagsliða í Sádi-Arabíu á dögunum. Ef til vill bjuggust margir við að fyrsta tapið yrði gegn Kiel á útivelli en Magdeburg vann 29:27.
Áhugavert er að sjá hversu atkvæðamikill Ómar Ingi er þótt andstæðingarnir leggi nú mikla áherslu á að minnka vægi hans í sóknarleik Magdeburg. Ómar varð jú markakóngur á síðasta tímabili. Króatíski refurinn Domagoj Duvnjak reyndi til dæmis að ganga út í Ómar og trufla spilið á hægri vængnum.
Bakvörðinn um Gísla, Ómar og Magdeburg má finna í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.