Stjarnan vann toppslaginn gegn Val

Gunnar Steinn Jónsson brýst í gegnum vörn Vals í kvöld …
Gunnar Steinn Jónsson brýst í gegnum vörn Vals í kvöld en hann skoraði 6 mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan varð fyrsta liðið til að leggja Val að velli í Olís-deild karla í handknattleik á þessu keppnistímabili þegar liðin mættust í Garðabæ í kvöld. 

Stjarnan sigraði 36:33 en mörgum hefur reynst erfitt að spila á móti sterkri vörn Vals í upphafi tímabilsins. Garðbæingar skoruðu hins vegar 36 mörk sem er vel af sér vikið. 

Segja má að Garðbæingar hafi lagt grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik því að honum loknum voru þeir yfir 19:12. Í fyrri hálfleik breyttist staðan úr 9:7 í 14:8. 

Starri Friðriksson skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna úr aðeins ellefu tilraunum. Hafþór Már Vignisson skoraði 8 mörk. 

Valsarinn Arnór Snær Óskarsson stekkur upp fyrir utan og lætur …
Valsarinn Arnór Snær Óskarsson stekkur upp fyrir utan og lætur vaða á mark Stjörnunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 8 mörk fyrir Val og brenndi ekki af skoti. Benedikt hefur verið mjög drjúgur að undanförnu í fjarveru Róberts Hosterts og Magnúsar Óla Magnússonar. 

Frekar rólegt var yfir markvörslunni í kvöld. Arnór Freyr Stefánsson og Adam Thorstensen voru átta skot í marki Stjörnunnar og Björgvin Páll Gústavsson og Sakai Motoki tíu skot í marki Vals. 

Stjarnan er með 10 stig eftir fimm leiki og hefur því unnið alla deildarleikina til þessa á tímabilinu. Íslands- og bikarmeistarar Vals eru einnig með 10 stig en eftir sex leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert