Atkvæðamikill hjá Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Ófeigur Valdimarsson heldur uppteknum hætti og raðar inn mörkunum í efstu deild sænska handboltans. 

Bjarni skoraði sjö mörk fyrir Skövde í kvöld þegar liðið vann Alingsås á útivelli 32:26. 

Daníel Freyr Andrésson varði 11 skot í marki Guif og var með 35% markvörslu þegar liðið vann Redbergslid 29:27. Aron Dagur Pálsson var ekki á meðal markaskorara hjá Guif. 

Skövde er í 4. sæti með 12 stig eftir níu leiki en Guif er í 7. sæti með 10 stig eftir níu leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert