FH vann KA nokkuð örugglega

Leonharð Þorgeir Harðarson kominn í gegnum vörn KA í kvöld …
Leonharð Þorgeir Harðarson kominn í gegnum vörn KA í kvöld og skorar eitt þriggja marka sinna í leiknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

KA-menn byrja keppnistímabilið rólega í Olís-deild karla í handknattleik en í kvöld heimsótti liðið FH í Kaplakrika. 

FH vann með sjö marka mun 28:21 en FH var lengi með nokkurra marka forskot í leiknum. 

FH er með 8 stig eftir sex leiki en KA er með 4 stig eftir sex leiki. 

Markverðir FH vörðu 20 skot í leiknum. Phil Döhler 18 skot og Svavar Ingi Sigmundsson 2. Annað var uppi á teningnum hjá KA. Nicholas Satchwell varði 6 skot og Bruno Bernat 1.

Ásbjörn Friðriksson skoraði 8 mörk fyrir FH úr aðeins níu tilraunum. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 8 mörk fyrir KA en hann lék um tíma með FH. Þrír leikmenn KA hafa verið hjá FH. Ólafur Gústafsson er uppalinn þar og Einar Rafn Eiðsson var engi í FH. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert