ÍBV komst upp að hlið Fram með 8 stig í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en liðin áttust við í Safamýri.
ÍBV vann 32:28 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjunum í deildinni en Fram er með 8 stig eftir sex leiki.
Daði Arnarsson, Sigtryggur Rúnarsson og Rúnar Kárason skoraði allir sjö mörk fyrir ÍBV en Vilhelm Poulsen var enn og aftur markahæstur hjá Fram. Nú skoraði hann 9 mörk.
Lárus Helgi Ólafsson varði 8 skot í marki Fram og Valtýr Már Hákonarson 2. Hjá ÍBV varði Björn Viðar Björnsson 8 skot og Petar Jokanovic 4 skot.