Haukar fóru upp í 3. sæti Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK-inga að velli á Ásvöllum í kvöld 30:24.
Haukar voru ekki í teljandi vandræðum með að landa tveimur stigum gegn nýliðunum úr Kópavogi. Haukar náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 13:9.
Áður en tíu mínútur voru liðnar var munurinn orðinn tíu mörk og lítil spenna í leiknum.
Stefán Rafn Sigurmannsson er smám saman að nálgast fyrra form og skoraði 7 mörk í kvöld úr níu tilraunum. Var hann markahæstur Hauka en Geir Guðmundsson skoraði 6 mörk.
Kristófer Ísak Bárðarson, Sigurvin Jarl Ármannsson og Einar Bragi Aðalsteinsson skoruðu 4 mörk hver fyrir HK.