Jón ráðinn til HSÍ

Jón Gunnlaugur Viggósson er þjálfari Víkings.
Jón Gunnlaugur Viggósson er þjálfari Víkings. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn yfirþjálfari í Hæfileikamótun og handboltaskóla HSÍ en þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands í dag.

Jón Gunnlaugur er þjálfari karlaliðs Víkings og yfirþjálfari hjá félaginu en hann er með EHF Master Coach þjálfaragráðu og Coaching Pro þjálfararéttindi EHF.

Hæfileikamótun- og Handboltaskóli HSÍ heldur utan um yngstu hópana í afreksstarfi HSÍ en þau æfa fjórum sinnum á ári, tvo daga í senn um 100 krakkar í hvert skipti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert