Sagosen yfirgefur Kiel

Ýmir Örn Gíslason og Sander Sagosen eigast við á HM …
Ýmir Örn Gíslason og Sander Sagosen eigast við á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. AFP

Þýska handknattleiksfélagið Kiel tilkynnti í dag að Norðmaðurinn Sandor Sagesen, sem af mörgum er talinn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir, muni yfirgefa félagið sumarið 2023.

Sagosen hefur hafnað viðræðum um nýjan samning sem félagið lagði fyrir hann en núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið 2022-23.

Ekki hefur verið gert opinbert hvert Sagosen fer að þeim tíma liðnum en hann hefur verið sterklega orðaður við norska félagið Kolstad, sem stefnir á að verða stórveldi í evrópskum handbolta, og talið er að vistaskipti hans þangað eftir hálft annað ár verði staðfest innan tíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert