Ólafur Gústafsson heimsótti sinn gamla heimavöll Kaplakrika í kvöld og tókst á við FH-inga í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld.
Ólafur þurfti að fá nýja treyju hjá starfsfólki KA eftir átökin á vellinum eins og sjá má á þessum myndum sem Kristinn Magnússon ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins náði í Kaplakrika í kvöld.
Ólafur lét einnig finna fyrir sér gegn uppeldisfélaginu í vörn KA og var tvívegis sendur út af í tveggja mínútna kælingu.
FH hafði betur í Kaplakrikanum í kvöld 28:21.