Stórleikur í Frakklandi

Grétar Ari Guðjónsson lokaði markinu í Frakklandi en það dugði …
Grétar Ari Guðjónsson lokaði markinu í Frakklandi en það dugði ekki til. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Nice þegar liðið heimsótti Trembley í frönsku B-deildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með eins marks sigri Trembley, 25:24, en Trembley leiddi með einu marki í hálflek 12:11.

Grétar Ari varði 20 skot í marki Nice og var með tæplega 48% markvörslu. Hann varði því nánast helming þeirra skota sem komu á markið.

Nice er í sjöunda sæti B-deildarinnar með 8 stig eftir átta leiki, sex stigum minna en topplið Ivry.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert