Aron drjúgur í naumum sigri

Aron Pálmarsson átti stóran þátt í sætum sigri.
Aron Pálmarsson átti stóran þátt í sætum sigri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aalborg hafði betur gegn Bjerringbro-Silkeborg á útivelli í efstu deild danska handboltans í dag, 31:30.

Aron Pálmarsson átti stóran þátt í sigri Aalborg því hann skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm til viðbótar og átti því beinan þátt í tæplega þriðjungi marka liðsins.

Eftir leikinn er Aalborg í öðru sæti með 16 stig, tveimur stigum á eftir Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum hans í GOG.

GOG vann 32:27-sigur á Kolding á heimavelli í dag. Viktor Gísli var allan tímann á bekknum hjá GOG. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í marki Kolding, sem er í 13. sæti með fimm stig.

Fyrr í dag vann SönderjyskE 32:28-útisigur á Mors. Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir SönderjyskE sem er í 10. sæti með átta stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert