Í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni

Teitur Örn Einarsson fer vel af stað með Flensburg.
Teitur Örn Einarsson fer vel af stað með Flensburg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var valinn í lið sjöttu umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Teitur átti afar góðan leik og skoraði sjö mörk fyrir þýska liðið Flensburg er liðið vann 34:27-heimasigur á Motor frá Úkraínu á fimmtudaginn var.

Teitur er nýkominn til Flensburg frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hann lék frá árinu 2018, en hann lék með uppeldisfélagi sínu Selfossi áður en hann hélt í atvinnumennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert