Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var valinn í lið sjöttu umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Teitur átti afar góðan leik og skoraði sjö mörk fyrir þýska liðið Flensburg er liðið vann 34:27-heimasigur á Motor frá Úkraínu á fimmtudaginn var.
Teitur er nýkominn til Flensburg frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hann lék frá árinu 2018, en hann lék með uppeldisfélagi sínu Selfossi áður en hann hélt í atvinnumennsku.
Outstanding performances from those 7 players 👏
— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2021
Which one impressed you the most = _______? 👇#ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/D8xyZinOV6