Fluttur á sjúkrahús og leikurinn flautaður af

Leikurinn var flautaður af vegna veikinda hjá stuðningsmanni.
Leikurinn var flautaður af vegna veikinda hjá stuðningsmanni. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Ekki tókst að klára leik Hamburg og Melsungen á heima­velli fyrr­nefnda liðsins í efstu deild þýska hand­bolt­ans í dag vegna veik­inda stuðnings­manns í stúk­unni.

Leikurinn var stöðvaður í stöðunni 11:8 fyrir Melsungen þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Í kjölfarið var stuðningsmaðurinn færður á sjúkrahús og leikurinn flautaður af, en ekki er vitað um líðan stuðningsmannsins á þessari stundu.

Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson leika allir með Melsungen. Arnar var markahæstur í liðinu með þrjú mörk er flautað var af og Elvar var kominn með eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert