Ómar áfram sjóðheitur

Ómar Ingi Magnússon leikur gríðarlega vel á leiktíðinni.
Ómar Ingi Magnússon leikur gríðarlega vel á leiktíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon var eins og oft áður í aðalhlutverki hjá Magdeburg er liðið vann 28:27-sigur á Erlangen í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Ómar var markahæstur á vellinum með sjö mörk en fimm þeirra komu úr vítaköstum, þar af sigurmarkið í blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir liðið. Magdeburg er í toppsæti deildarinnar með níu sigra í níu leikjum.

Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson skoruðu fjögur mörk hvor í dag, en þurftu að sætta sig við eins marks töp. Viggó skoraði mörkin fjögur fyrir Stuttgart í 34:35-tapi fyrir Wetzlar á útivelli og Bjarki skoraði sín fjögur fyrir Lemgo í 27:28-tapi fyrir Füchse Berlín á heimavelli.

Lemgo er í níunda sæti deildarinnar með átta stig og Stuttgart í 16. sæti með fjögur stig. Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Stuttgart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert