Darra Aronssyni, leikmanni Hauka, hefur verið bætt við landsliðshópinn í handknattleik sem æfir saman í vikunni til að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM í janúar.
Liðið kom saman í gær þegar fyrsta æfingin var haldin en hópurinn var valinn í síðasta mánuði.