Draumastaða fyrir leikmenn frá Skandinavíu

Sigvaldi Björn Guðjónsson í landsleik gegn Noregi.
Sigvaldi Björn Guðjónsson í landsleik gegn Noregi. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Á því keppnistímabili sem nú stendur yfir er ekki hægt að segja að neinn leikmaður norska Kolstad sé þekktur handknattleiksmaður utan Noregs.

Liðið leikur í efstu deild í Noregi og er skipað Norðmönnum og þremur Dönum. Þetta á heldur betur eftir að breytast því Kolstad er að hrista upp í handboltaheiminum með aðgerðum á leikmannamarkaði.

Íslendingarnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á meðal þeirra leikmanna sem ganga til liðs við félagið næsta sumar eins og kynnt var um helgina.

Torbjörn Bergerud kemur frá GOG í Danmörku og Magnus Gullerud frá Magdeburg. Leikmenn sem báðir hafa leikið meira en 100 landsleiki fyrir Noreg.

Stóra sprengjan er svo vitaskuld að Sander Sagosen verður leikmaður Kolstad sumarið 2023. Eru það mikil tíðindi enda Sagosen einn allra snjallasti leikmaður heims um þessar mundir. Hann verður einungis 28 ára þegar hann gengur til liðs við Kolstad. Þau félagaskipti eru því yfirlýsing um að Kolstad ætli sér stóra hluti í Meistaradeildinni. Magnus Röd mun þá einnig koma frá Flensburg.

Mikill handboltabær

Hvað er lítið félag í Norður-Noregi að vilja upp á dekk? Lið sem er um miðja deild í Noregi er að sækja menn til Kiel, Flensburg, Magdeburg, Kielce, Göppingen og GOG.

Morgunblaðið hafði samband við Sigvalda Björn og spurði hann út í gang mála en Sigvaldi lék áður með Elverum í Noregi.

„Ég held að mönnum finnist áætlanir þeirra líta vel út. Þeir geta spilað leiki í flottri höll sem notuð var á EM. Þar væri til dæmis hægt að spila í Meistaradeildinni ef liðið kemst þangað. Þetta er mikill handboltabær og stemningin ætti að vera mjög góð. Ég held að margir á svæðniu vilji taka þátt í þessu verkefni, sérstaklega þar sem Sander Sagosen er að koma heim en hann er frá Þrándheimi. Auðvitað er verið að setja peninga í liðið en ég held einnig að baklandið sé gott á margan hátt. Þarna er verið að búa til lið á svipaðan hátt og Álaborg er að gera og mér finnst það mjög spennandi.“

Greinina um Kolstad í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun og þar er rætt frekar við Sigvalda Björn. 

Sander Sagosen er á heimleið sumarið 2023 eftir dvöl í …
Sander Sagosen er á heimleið sumarið 2023 eftir dvöl í Álaborg, París og Kiel. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert