Mörk Andreu dugðu ekki til

Andrea Jacobsen.
Andrea Jacobsen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristianstad er í erfiðri stöðu í undanúrslitunum í sænsku bikarkeppninni í handknattleik eftir tap fyrir Skara 32:26 í fyrri leik liðanna á heimavelli í dag. 

Íslenska landsliðskonan Andrea Jacobsen skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad í leiknum en það dugði ekki til. 

Andrea hefur látið til sín taka með sænska liðinu að undanförnu og hefur náð sér vel á strik eftir krossbandsslit. 

Skara verður á heimavelli í seinni undanúrslitaleiknum. Í hinni viðureigninni gerðu Skuru og Sävehof jafntefli, 31:31.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert