Allt í einu var þetta tilkynnt á æfingu

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson liðsfélagi hans hjá …
Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson liðsfélagi hans hjá Melsungen í góðum gír á landsliðsæfingu í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Melsungen í Þýskalandi, segir það vissulega hafa komið leikmönnum á óvart þegar Guðmundur Þ. Guðmundsson yfirgaf félagið snemma á keppnistímabilinu. Í heimi atvinnumennskunnar geti menn hins vegar átt von á nánast hverju sem er.

„Allt í einu var okkur tilkynnt þetta á æfingu og það vissi enginn neitt. Svona er bara handboltaheimurinn. Stundum er hann harður og þá geta svona hlutir gerst. Maður veit aldrei hvað getur komið upp á,“ sagði Elvar þegar Morgunblaðið ræddi við hann á landsliðsæfingu í gær. Hefur Elvar Örn fengið vísbendingar um hvort þjálfaraskiptin hjá Melsungen hafi áhrif á hans hlutverk hjá liðinu?

„Undanfarna leiki hefur þetta verið svipað og ég er enn þá að spila sem þristur í vörninni eins og ég gerði hjá Gumma. Ég kann bara mjög vel við mig í því hlutverki og er einnig að spila á fullu á miðjunni í sókninni. Nýi þjálfarinn virðist vera flottur gaur og maður er að aðlagast nýju kerfi sem hann kemur með,“ útskýrði Elvar en Roberto Parrondo tók við starfi Guðmundar hjá Melsungen. Sá er spænskur og er einnig landsliðsþjálfari Egyptalands. Parrondo er fyrrverandi leikmaður og var samherji Ólafs Stefánssonar hjá Ciudad Real um tíma.

Melsungen tilkynnti 20. september að Guðmundi hefði verið sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Nokkrum dögum síðar réð Guðmundur sig til Fredericia og mun taka þar við stjórnartaumunum sumarið 2022.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert