Frestað vegna veðurs

Elísa Elíasdóttir og samherjar í ÍBV komast ekki til Hafnarfjarðar …
Elísa Elíasdóttir og samherjar í ÍBV komast ekki til Hafnarfjarðar í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Leik Hauka og ÍBV í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, sem fram átti að fara á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag hefur verið frestað.

Lið ÍBV kemst ekki til lands vegna veðurs og leiknum hefur því verið frestað um óákveðinn tíma en í tilkynningu HSÍ segir að unnið sé að því að finna nýjan leiktíma.

Heil umferð átti að fara fram í deildinni í dag en HK mætir Stjörnunni í Kórnum klukkan 13.30 og klukkan 16 hefst toppslagur Fram og Vals í Safamýri, sem og leikur KA/Þórs og Aftureldingar á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert