Frestaði leikurinn fer fram á morgun

Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í ÍBV mæta í Hafnarfjörðinn …
Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í ÍBV mæta í Hafnarfjörðinn á morgun.

Leik Hauka og ÍBV í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik, Olís­deild­inni, sem fram átti að fara á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði í dag en var frestað vegna veðurs mun fara fram á morgun.

Lið ÍBV kemst ekki til lands vegna veðurs í dag en þar sem veðurspáin er betri fyrir morgundaginn er nýr leiktími klukkan 15 á morgun.

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur staðfest nýjan leiktíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert