Leik Hauka og ÍBV í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, sem fram átti að fara á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag en var frestað vegna veðurs mun fara fram á morgun.
Lið ÍBV kemst ekki til lands vegna veðurs í dag en þar sem veðurspáin er betri fyrir morgundaginn er nýr leiktími klukkan 15 á morgun.
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur staðfest nýjan leiktíma.