HK skellti Stjörnunni

Hart barist í leiknum í dag.
Hart barist í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

HK vann öruggan 34:28 sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í dag.

Eftir jafnræði með liðunum til að byrja með sigldi HK fram úr um miðjan fyrri hálfleik og náði fjögurra marka forystu sem liðið hélt út fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi 16:12.

Stjörnukonur gáfust ekki upp og eftir frábæran kafla um miðjan síðari hálfleikinn minnkuðu þær muninn niður í eitt mark, 21:20.

Heimakonur í HK náðu hins vegar aftur góðum tökum á leiknum og kafsigldu gestina úr Garðabænum undir lok leiks og niðurstaðan því sterkur sex marka sigur.

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór á kostum hjá HK og skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var sömuleiðis öflug og skoraði níu mörk úr 15 skotum.

Margrét Ýr Björnsdóttir var öflug í marki HK og varði 13 af þeim 38 skotum sem hún fékk á sig, sem er rúmlega 34 prósent markvarsla.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst Stjörnukvenna með sjö mörk og skammt undan voru Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir með sex mörk hvor.

HK hefur með sigrinum sætaskipti við Stjörnuna þar sem HK er nú í fimmta sæti deildarinnar og Stjarnan í því sjötta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert