Íslandsmeistarar KA/Þórs höfðu betur gegn nýliðum Aftureldingar á heimavelli í Olísdeild kvenna í handbolta í dag, 32:26.
Norðankonur voru með forystuna nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 16:12.
Rakel Sara Elvarsdóttir átti stórleik fyrir KA/Þór og skoraði tíu mörk og Aldís Ásta Heimisdóttir bætti við sjö. Katrín Helga Davíðsdóttir skoraði níu fyrir Aftureldingu.
KA/Þór er í þriðja sæti með níu stig, eins og Fram sem er í öðru sæti. Valskonur eru á toppnum með tíu stig og leik til góða.