Hann er eins og grískur guð

Alexander Petersson lék fertugur með íslenska landsliðinu á HM í …
Alexander Petersson lék fertugur með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. AFP

Alexander Petersson landsliðsmaður í handknattleik um árabil kom til Melsungen í Þýskalandi á sama tíma og Elvar Örn Jónsson en Alexander hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2003. Fyrir hjá félaginu var Arnar Freyr Arnarsson sem kom til Melsungen frá GOG sumarið 2020.

„Það er frábært að hafa Arnar og Lexa í hópnum. Þeir hafa hjálpað mér mikið, til dæmis með þýskuna. Þegar maður er að komast inn í landið, og er hjá nýju liði, hjálpar gríðarlega mikið að þekkja einhverja þýskumælandi. Ég met það mikils. Lexi er toppnáungi og ég hef spurt hann út í eitt og annað í sambandi við Þýskaland. Hann er búinn að búa þarna svo lengi að hann veit hvernig allt virkar,“ sagði Elvar Örn í samtali við Morgunblaðið.

Blaðamaður spyr hvort hinn 41 árs gamli Alexander komi ekki örugglega enn þá best út í öllum þolprófum sem lögð eru fyrir leikmenn?

„Það er ótrúlegt í hversu góðu formi hann er. Að sjá þennan mann er bara eins og að sjá grískan guð. Hann er alltaf klár í slaginn og vill alltaf spila sama hvað gengur á. Það er magnað,“ sagði Elvar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið.

Viðtal við Elvar Örn er að finna í heild sinni í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins

Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson …
Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson á landsliðsæfingu í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert