ÍBV gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn í dag og sigraði Hauka 31:24 í Olísdeild kvenna.
Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í liði ÍBV en hún skoraði 8 mörk. Marija Jovanovic var einnig mjög góð í liði ÍBV en hún skoraði 7 mörk.
Hjá Haukum átti Sara Odden frábæran leik en hún skoraði 11 mörk. Ásta Björt Júlíusdóttir, Bertha Rut Harðardóttir og Birta Lind Jóhannsdóttir komu næstar með 3 mörk.
Með sigrinum lyftir ÍBV sér upp í 4. sæti deildarinnar, upp fyrir m.a. Hauka, sem eru eftir þennan leik í 5. sæti.
Mörk Hauka: Sara Odden 11, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Bertha Rut Harðardóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Natasja Hammer 2, Elín Klara Þorvaldsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 8, Marija Jovanovic 7, Lina Cardell 5, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 3, Karolina Olszowa 2, Ólöf María Stefánsdóttir 1.