Bjarki skoraði 12 – Tíundi sigur Magdeburg

Bjarki Már Elísson skoraði 12 mörk í kvöld.
Bjarki Már Elísson skoraði 12 mörk í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Hornamaðurinn marksækni Bjarki Már Elísson vill ekki láta Ómar Inga Magnússon hirða alla athyglina í þýska handboltanum og stal senunni í kvöld. 

Bjarki Már skoraði 12 mörk fyrir Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur gegn Rhein-Neckar Löwen 33:30. Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir Löwen. 

Lemgo er í 7. sæti en Magdeburg er enn með fullt hús stiga á toppnum. Liðið hefur unnið fyrstu tíu leikina en í kvöld vann liðið Göppingen á útivelli 25:24. Ómari Ingi var við sama heygarðshornið og skoraði 9 mörk fyrir Magdeburg en gaf einnig 5 stoðsendingar. Gísli Kristjánsson fékk meðferð vegna smávægilegra meiðsla í hæl í landsleikjahlénu en hann lék með og skoraði 1 mark fyrir Magdeburg. 

Magdeburg er með 20 stig en Flensburg er í 4. sæti með 12 stig eftir níu leiki. Þar hefur Teitur Örn Einarsson verið snöggur að stimpla sig inn og í kvöld skoraði hann 3 mörk þegar Flensburg vann Füchse Berlín 28:23 í mikilvægum leik. Berlínarliðið er nefnilega í 2. sæti með 17 stig og Magdeburg jók því forskotið í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert