Valur burstaði ÍBV 35:22 í Olís-deild kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld 35:22.
Valur var yfir 16:11 að loknum fyrri hálfleik og var því með ágætt forskot en stakk ÍBV gersamlega af í síðari hálfleik.
Mariam Eradze átti stórleik hjá Val og skoraði 10 mörk úr fimmtán tilraunum. Lilja Ágústsdóttir var næstmarkahæst með 6 mörk.
Marija Jovanovic var atkvæðamest hjá ÍBV með 8 mörk og var með 100% skotnýtingu.
Valur er á toppnum með 12 stig eftir sex leiki en ÍBV er með 4 stig eftir sex leiki og í næstneðsta sæti.