A og B landslið kvenna í handknattleik er á leið til Cheb í Tékklandi þar sem liðin taka þátt í tveimur aðgreindum fjögurra liða mótum ásamt Noregi, Sviss og Tékklandi.
Landsliðshópurinn samanstendur af 30 leikmönnum en mótin fara fram dagana 25. - 27. nóvember. Liðin koma saman til æfinga mánudaginn 21. mánudaginn og helda ytra daginn eftir.
Leikmenn KA/Þórs koma til móts við liðið í Tékklandi þar sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni á Spáni helgina fyrir verkefnið. Þeir leikmenn sem leika með erlendum liðum munu einnig kom til móts við landsliðshópinn í Tékklandi á þriðjudag.
Landsliðshópur Íslands:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (32/0)
Hafdís Renötudóttir, Fram (29/1)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (5/0)
Sara Sif Helgadóttir, Valur (0/0)
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór (1/0)
Andrea Jacobsen, Kristianstad (24/29)
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (7/10)
Auður Ester Gestsdóttir, Valur (0/0)
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (5/0)
Birta Lind Jóhannsdóttir, Haukar (0/0)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (26/22)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (0/0)
Elna Ólöf Guðjónsdóttir, HK (0/0)
Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram (0/0)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (7/4)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (44/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (83/90)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (0/0)
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (0/0)
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjarnan (1/0)
Mariam Eradze, Valur (2/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (33/49)
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (0/0)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (101/215)
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (5/10)
Sara Dögg Hjaltadóttir, Gjerpen Skien (0/0)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (60/43)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (57/63)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (5/7)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (31/30)
Leikjadagskrá A landsliðs kvenna:
25. nóv kl. 17:00 Ísland – Noregur
26. nóv kl. 19:00 Ísland – Sviss
27. nóv kl. 13:00 Ísland – Tékkland
Leikjadagskrá B landsliðs kvenna:
25. nóv kl. 15:00 Ísland – Noregur
26. nóv kl. 15:00 Ísland – Sviss
27. nóv kl. 09:00 Ísland – Tékkland