Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í marki Nice þegar liðið þurfti að sætta sig við 24:27 tap gegn Sarrebourg í frönsku B-deildinni í handknattleik karla í kvöld.
Grétar Ari varði 17 af þeim 43 skotum sem hann fékk á sig, sem gerir rétt rúmlega 39,5 prósent markvörslu.
Nice siglir lygnan sjó um miðja deild þar sem liðið er í 10. sæti af 16 með 8 stig að loknum níu leikjum.