Leika báða Evrópuleikina í Eyjum

Eyjakonur eru komnar áfram í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna.
Eyjakonur eru komnar áfram í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna. mbl.is/Unnur Karen

ÍBV leikur báða leiki sína gegn gríska liðinu AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum.

Leikirnir fara fram föstudaginn 19. nóvember og laugardaginn 20. nóvember en þrjú íslensk lið leika í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar.

Kvennalið KA/Þórs, sem mætir CB Elche frá Spáni, leikur báða leiki sína ytra á Alicante, dagana 20. og 21. nóvember.

Þá leikur karlalið Hauka heima og að heiman gegn rúmenska liðinu CSM Focsani, dagana 27. nóvember og 4. desember en seinni leikurinn fer fram á Ásvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert