Tveimur Valsleikjum frestað um helgina

Fram og Valur áttu að mætast á sunnudaginn.
Fram og Valur áttu að mætast á sunnudaginn. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Leik Fram og Vals í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, sem átti að fara fram á sunnudag hefur verið frestað.  Þá hefur leik Kórdrengja og Vals U í næstefstu deild, sem átti að fara fram á morgun, einnig verið frestað.

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, tilkynnti þetta í kvöld.

Ekki er búið að ákveða nýja leiktíma fyrir hvorugan leikinn en í tilkynningum frá HSÍ segir að það verði gert fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert