Búið er að fresta leik Gróttu og HK í Olísdeild karla í handbolta sem átti að fara fram á morgun.
HSÍ tilkynnti í dag, en ekki er tekið fram hvers vegna leiknum er frestað. Enn á eftir að finna nýjan leikdag, en hann verður tilkynntur fljótlega.
Grótta er í tíunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki en HK er án stiga eftir sjö.
Áður hafði verið staðfest um frestun leiks Fram og Vals vegna kórónuveirusmita í herbúðum Valsmanna.