Íslendingalið Melsungen hafði betur gegn Íslendingaliði Stuttgart þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag.
Viggó var markahæstur í liði Stuttgart með átta mörk auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar.
Andri Már Rúnarsson lagði upp eitt mark og stal einum bolta fyrir Stuttgart.
Elvar Örn Jónsson var þá öflugur í liði Melsungen þegar hann skoraði fimm mörk, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum í vörninni.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark og stal einum bolta og Alexander Petersson gaf tvær stoðsendingar fyrir Melsungen.
Lauk leiknum með 29:23-sigri Melsungen
Bjarki Már Elísson skoraði þá sex mörk í 28:26-sigri Lemgo gegn N-Lübbecke.
Var hann markahæstur Lemgo-manna í leiknum.