Fékk útilokun eftir aðeins hálfa mínútu (myndskeið)

Eva Björk Ægisdóttir

Tiago Rocha, leikmaður franska 1. deildarliðsins Nancy í handknattleik karla, var vikið af velli með rautt spjald þegar aðeins rúm hálf mínúta var liðin af leik liðsins gegn Dunkerque í deildinni í gær.

Dunkerque byrjaði með boltann í leiknum og í fyrstu sókn liðsins endaði Tom Pelayo á því að þruma boltanum í netið.

Í sömu andrá stökk Rocha upp gegnt Pelayo og fór með hendurnar beint í andlitið á honum svo Pelayo steinlá eftir.

Dómarar leiksins hlupu til og útilokuðu Rocha frá frekari þátttöku eftir aðeins 32 sekúndna leik.

Dunkerque vann að lokum leikinnn 24:23. Elvar Ásgeirsson var markahæstur í liði Nancy með sex mörk í sjö skottilraunum.

Brotið grófa má sjá í myndskeiðinu hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert