ÍR kærir eftir tap í toppslagnum

Kristján Orri Jóhannsson og félagar í ÍR töpuðu fyrir Herði …
Kristján Orri Jóhannsson og félagar í ÍR töpuðu fyrir Herði í uppgjöri efstu liðanna. mbl.is/Hari

Handknattleiksdeild ÍR hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn Herði frá Ísafirði í 1. deild karla, Grill 66-deildinni, sem fór fram á heimavelli ÍR-inga í Austurbergi í gær og lauk með sigri Harðar, 37:36.

IR-ingar skýrðu frá því á samfélagsmiðlum sínum í kvöld að þeir myndu kæra framkvæmd leiksins vegna rangrar skýrslugerðar, en þeir segja að Harðarmenn hafi breytt leikskýrslunni eftir að henni hafði verið skilað á ritaraborðið.

Liðin voru fyrir leikinn efst og ósigruð í deildinni en Harðarmenn eru nú með 10 stig á toppnum og ÍR með 8 stig í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert