Á leiðinni í Víkina

Hamza Kablouti í leik með Aftureldingu í haust.
Hamza Kablouti í leik með Aftureldingu í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hamza Kablouti, rétthent skytta karlaliðs Aftureldingar í handknattleik, er á leiðinni til nýliða Víkings úr Reykjavík á lánssamningi.

Frá þessu er greint á Handbolta.is, sem kveðst hafa heimildir fyrir því að samningurinn verði kláraður í dag eða á morgun.

Túnisbúinn Kablouti hefur valdið vonbrigðum með Aftureldingu á tímabilinu til þessa og hefur spiltími hans farið stöðugt minnkandi með hverjum leiknum.

Víkingur er á botni úrvalsdeildarinnar án stiga að loknum átta umferðum og liðstyrkur því kærkominn í Víkinni.

Samkvæmt Handbolta.is mun Kablouti aðeins fara á lán til skamms tíma og snúa aftur til Aftureldingar á nýju ári, en hann er samningsbundinn Mosfellingum út yfirstandandi keppnistímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert