Íslendingaliðið Guif virðist vera á leið út úr sænsku bikarkeppninni í handknattleik eftir níu marka tap í kvöld.
Guif heimsótti Lugi í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og Lugi vann 38:29.
Aron Dagur Pálsson skoraði 3 mörk fyrir Guif og Daníel Freyr Andrésson er annar markvarða liðsins.