ÍR-ingar falla frá kærunni

Kristinn Björgúlfsson þjálfar ÍR.
Kristinn Björgúlfsson þjálfar ÍR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að falla frá kæru í tengslum við framkvæmd leiks á milli ÍR og Harðar í Grill66-deild karla, þeirri næstefstu á Íslandsmótinu. 

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem félögin sendu frá sér í dag.

Segjast þau vilja halda áfram að efla handboltann á Íslandi og vilji koma í veg fyrir að kærumál geti tvístrað góðu samstarfi sem hafi verið á milli félaganna í gegnum árin. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert