Mosfellingar upp í fimmta sætið

Þorsteinn Leó Gunnarsson leitar að skotfæri gegn KA í kvöld.
Þorsteinn Leó Gunnarsson leitar að skotfæri gegn KA í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Afturelding lagði KA að velli 33:29 í Olís-deild karla í Mosfellsbænum í kvöld. 

Með sigrinum er Afturelding komið með 10 stig í deildinni og fór upp í 5. sæti. ÍBV og Stjarnan eru einnig með 10 stig en hafa spilað færri leiki og eru í 3. og 4. sæti. 

KA gengur illa að safna stigum og er liðið með 6 stig eftir átta leiki. KA er í 9. sæti sem stendur. 

Árni Bragi Eyjólfsson, sem lék með KA á síðasta tímabili, var markahæstur hjá Aftureldingu með 7 mörk. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði 6 og þeir Þorsteinn Leó Gunnarsson, Birkir Benediktsson og Þrándur Gíslason 5 mörk hver.

Andri Sigmarsson Scheving varði 16 skot í marki Aftureldingar en markverðir KA vörðu samtals níu skot.

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik og skoraði 10 mörk fyrir KA. Einar Rafn Eiðsson og Patrekur Stefánsson skoruðu 4 mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert