Nokkrir leikir fóru fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag. Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyrir lið sitt Lemgo sem vann 30:28 sigur á Medvedi.
Bjarki endaði sem markahæsti maður vallarins en með sigrinum fór Lemgo upp í 3. sæti riðlisins með 4 stig eftir 3 leiki.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Aix í 30:25 tapi gegn Savehof. Aix eru í 6. og neðsta sæti síns riðils eftir að hafa tapað öllum þremur leikjum sínum.
Svissneska liðið Kadetten, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, tapaði 31:23 fyrir Tatabánya. Með tapinu misstu Kadetten Tatabánya upp fyrir sig í riðlinum og eru nú í neðsta sæti með eitt stig eftir þrjá leiki.