Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar í Olísdeild karla í handbolta, verður mögulega frá út árið vegna meiðsla samkvæmt heimildum handbolti.is.
Einar tognaði aftan í læri í leik gegn ÍBV í síðustu og lék ekki með Aftureldingu í sigrinum gegn KA í gærkvöldi.
Fimm vikur eru eftir af tímabilinu á þessu ári og sagði Einar í samtali við handbolti.is að vel gæti verið að hann missi af þeim öllum. Einar er byrjaður í meðferð til að vinna gegn bólgum í lærinu.
„Rifa er í aftanverði lærinu og mikla bólgur sem gerir að verkum að ennþá er ekki er hægt að skoða þetta gaumgæfilega.“